Samningsveð

Fimmtudaginn 01. febrúar 1996, kl. 14:53:02 (2650)

1996-02-01 14:53:02# 120. lþ. 82.3 fundur 274. mál: #A samningsveð# frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur


[14:53]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Þegar ég tala hér úr pontu hljóta að koma þar fram einkaskoðanir mínar. Ég tala ekki fyrir hönd neins annars. Ég geri þetta atriði ekki að ágreiningsefni. Ég veit ekki um neinn sem gerir það að ágreiningsefni þótt þetta standi í lögum. Ég hef alltaf litið þannig á að lögin um landhelgi Íslands væru skýr varðandi það að rétturinn til að nýta landgrunnið hér í kring og lögsöguna er alfarið ríkisins. Þar hefur ríkið ákvörðunarvald. Ég er sannfærður um að lögin um landhelgi Íslands hefðu dugað áfram.

Ég lít þannig á að það hafi alltaf verið ljóst að það er eins með fiskana í sjónum og fugla himinsins, þeir eru eign vors himneska föður. Ég hef líka alltaf trúað því að þeir sem veiða fiskana eigi þá. Og ég er viss um að þannig verður það einnig í framtíðinni.