Nýting innlends trjáviðar

Fimmtudaginn 01. febrúar 1996, kl. 15:37:07 (2668)

1996-02-01 15:37:07# 120. lþ. 82.5 fundur 184. mál: #A nýting innlends trjáviðar# þál., Flm. ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur


[15:37]

Flm. (Ísólfur Gylfi Pálmason):

Herra forseti. Ég vil þakka góðar undirtektir sem hv. þm. hafa sýnt í ræðum sínum um þessa tillögu. Ég vonast til að við getum sameinast um að nýta þessar afurðir skógarins enn betur en við höfum gert því hér er, eins og kemur fram í þingskjalinu, um mikil verðmæti að ræða. Það eru mjög mikil verðmæti fólgin í því að rækta skóginn. Þetta hefur, eins og kom fram í tillögunni, gríðarlegt uppeldislegt gildi. Ef við horfum aftur í tímann þó ekki væri nema 30--40 ár sjáum við hversu miklar breytingar hafa orðið á þessu landi og hve landið okkar er gjöfult ef við nýtum okkur kosti þess.