Sérstakur ákærandi í efnahagsbrotum

Mánudaginn 05. febrúar 1996, kl. 15:41:46 (2707)

1996-02-05 15:41:46# 120. lþ. 83.12 fundur 180. mál: #A sérstakur ákærandi í efnahagsbrotum# þál., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur


[15:41]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Vinna að nýjum lögum um skipulag lögreglunnar er á lokastigi. Hins vegar hefur tekið aðeins lengri tíma að fullgera tillögur um það hvernig dreifa megi valdi og ábyrgð varðandi ákærur. Hugmyndin er sú að það verði gert í tengslum við skipulagsbreytingu á lögreglunni þannig að rannsóknir mála sem ætlað er að fari í stærri stíl en verið hefur út til lögreglustjóraembættanna sjálfra, fylgi innan ákveðinna marka ákæruvald. Reyndar hafa sýslumenn það í vissum tilvikum nú en ætlunin er að stíga stærri skref í þeim efnum. Embætti ríkislögreglustjóra, sem yrði væntanlega sett á stofn í tengslum við skipulagsbreytingar á lögreglunni, mundi væntanlega fjalla um rannsóknir og hugsanlega ákærur í hinum stærri efnahagsbrotum. Á þessu stigi get ég ekki farið lengra út í þá sálma en ég tel að skipulagsbreytingar af þessu tagi séu mjög brýnar og eigi að geta verið þáttur í að ná þeim markmiðum sem ég heyri að við erum sammála um að nauðsynlegt sé að vinna að.