Útvarpslög

Þriðjudaginn 06. febrúar 1996, kl. 13:48:45 (2732)

1996-02-06 13:48:45# 120. lþ. 84.6 fundur 246. mál: #A útvarpslög# (auglýsingar) frv., Flm. HG
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur


[13:46]

Flm. (Hjörleifur Guttormsson):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir ábendingar hans um þetta efni. Vissulega er það svo að það gæti verið ástæða til þess að setja mun víðtækari ákvæði í lög varðandi auglýsingar að því er varðar þau efni sem hér eru tilefni þessa frv. Ég vil síður en svo hafna því sjónarmiði sem kom fram hjá hæstv. ráðherra þar að lútandi. Það kann að vera að umfjöllun í nefnd leiði til þess að það verði metið svo að slíkt væri rétt að gera og þá er sjálfsagt af okkar hálfu sem flytjum þetta mál að taka það til athugunar. Ástæðan fyrir því að við gerum hér tillögu um breytingu á útvarpslögum er sú að þar eru ákveðin fyrirmæli. Þar hefur verið sett reglugerð sem varðar takmörkun varðandi efni auglýsinga og kemur í veg fyrir að það stangist á við tiltekin atriði. M.a. með tilliti til hættulegs atferlis, öryggisefnis, viðhorfs til barnaverndar og annað af þeim toga. Með því að fella þetta inn í útvarpslögin og taka á því nánar í reglugerð væri stigið skref sem væri í áttina við það sem er hugsunin á bak við þetta frv. Ég tel eðlilegt að nefnd fjalli um málið en skorast síður en svo undan því að athuga að setja víðtækari ákvæði um þetta efni eins og hæstv. ráðherra var að nefna.