Umferðarlög

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 10:59:37 (2781)

1996-02-08 10:59:37# 120. lþ. 87.3 fundur 152. mál: #A umferðarlög# (hlífðarhjálmar við hjólreiðar) frv., Flm. LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[10:59]

Flm. (Lára Margrét Ragnarsdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Steingrími Sigfússyni fyrir þetta ágæta innlegg og ábendingar í þessu máli. Ég er alveg sammála að það þurfi að undirbúa mjög vel og kynna lögin. Það hefur nú þegar verið hafinn áróður og kynning á notkun þessara hjálma enda hafa þeir orðið vinsælli með árunum. Sömuleiðis tel ég mjög mikilvægt að hjálmar sem eru hér á markaðnum séu viðurkenndir sem öryggishjálmar. Ég vil benda t.d. á það að nú eru barnahjól iðulega seld með hjálmum sem mér finnst til fyrirmyndar.

Ástæðan fyrir því að þetta frv. er lagt fram núna er sú að við erum eingöngu hér með þáltill. hvað varðar umferðaröryggismál en ekki löggjöf. Þess vegna var það fyrir ábendingar margra góðra manna sem hafa áhuga á þessum málum ákvað ég að leggja fram þetta frv. til laga til að flýta fyrir því að sem flest börn notuðu hjálma sem allra fyrst.