Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 13:11:10 (2783)

1996-02-08 13:11:10# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[13:11]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Eins og tilkynnt hefur verið hefst nú utandagskrárumræða. Efni umræðunnar er ástand heilbrigðismála. Málshefjandi er hv. þm. Kristín Ástgeirsdóttir. Til andsvara er heilbr.- og trmrh. Áður en umræðan hefst vill forseti upplýsa að þegar eru 16 hv. þm. á mælendaskrá. Ef allir nota sinn fyllsta rétt þýðir það að umræðan stendur í fimm klukkustundir auk þess tíma sem kann að fara í andsvör. Þess vegna beinir forseti þeim eindregnu tilmælum til hv. ræðumanna að þeir stytti mál sitt sem mest þeir mega og nýti sér sparlega rétt sinn til andsvara.