Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 15:34:39 (2805)

1996-02-08 15:34:39# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[15:34]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ræða hv. þm. Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur var um margt mjög óvenjuleg en það sem ég vil gera að umtalsefni og veita andsvar við eru mjög ómaklegar persónulegar árásir hennar á hæstv. heilbr.- og trmrh. Það er mjög óvenjulegt að heyra það í sölum Alþingis að það sé veist með þeim hætti sem hér var gert að þingmönnum eða hæstv. ráðherrum. Ég get ekki orða bundist eftir að hafa hlýtt á þessa ræðu og lýsi mikilli undrun minni á þeirri málefnafátækt sem sýnir sig í slíkum málflutningi en það eru e.t.v. skelfingarviðbrögð við þeim dómi sem hv. þingmenn Þjóðvaka virðast hafa fengið hjá þjóðinni í það minnsta í þeim skoðanakönnunum sem hafa birst upp á síðkastið sem koma fram í viðbrögðum hv. þm. þegar þingmaðurinn veittist að hæstv. heilbrrh. með þeim hætti sem ég hef gert að umtalsefni og vil lýsa mikilli undrun yfir.