Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 15:37:32 (2807)

1996-02-08 15:37:32# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[15:37]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ýmislegt kom fram í ræðu hv. þm. sem vert væri að fara í gegnum og ég geymi mér það til síðari tíma. Ég vil aðeins leiðrétta hv. þm. þegar hún tala um það að þeir sem eru mest fatlaðir njóti ekki lengur styrkja vegna bílakaupa. Það er nákvæmlega það sem hv. þm. sagði. Þetta er alls ekki rétt hjá hv. þm. Eins og hann veit eru þessir styrkir ekki tekjutengdir í dag og þeir sem þurfa mest á þessum styrk að halda eru mest fatlaðir. Það er óbreytt. Þeir fá áfram 700 þús. kr. og verða 50 talsins eins og verið hefur.

Þetta finnst mér vera einfaldur útúrsnúningur hjá hv. þm. og líka þegar hv. þm. talar um aukna skírteinanotkun. Það er líka útúrsnúningur hjá hv. þm. Það eina sem hefur breyst er að þeir sem eru 67--70 ára og eru með undir milljón á ári eiga að fá endurgreitt gjald sem þeir greiða hjá sérfræðingi og heimilislækni að stórum hluta til. Þetta veit hv. þm. Ég held að hv. þm. viti líka að endurskoðun á öllum þessum reglugerðum er hafin í Tryggingastofnun. Ég veit að hún fylgist það vel með og er í fríi aðeins um stuttan tíma hjá Tryggingastofnun og veit að endurskoðun á þessum skírteinaskógi er hafin.