Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 18:06:21 (2848)

1996-02-08 18:06:21# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[18:06]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara að lesa upp aftur tölurnar sem ég las áðan. Hins vegar vil ég svo sannarlega taka undir með hv. þm. Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur að það þurfi að auka eftirlit með heilbrigðisþjónustunni. Ég veit að hv. þm. þekkir þau mál ágætlega sem fyrrv. deildarstjóri hjá Tryggingstofnun ríkisins þannig að ég tek af heilum hug undir þau orð hennar að það beri að auka eftirlit í heilbrigðiskerfinu.