Ástand heilbrigðismála

Fimmtudaginn 08. febrúar 1996, kl. 18:17:17 (2855)

1996-02-08 18:17:17# 120. lþ. 87.91 fundur 175#B ástand heilbrigðismála# (umræður utan dagskrár), ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur


[18:17]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Ef ég hef misheyrt það sem hv. þm. Siv Friðleifsdóttir sagði í ræðustól, bið ég hana forláts á því. Hins vegar heyrðist mér á frammíkalli annarra hv. þingmanna að þeir hefðu heyrt eitthvað svipað og ég. En ég vil ekki karpa um það við hv. þm. Siv Friðleifsdóttur hvað hún sagði hér nákvæmlega.

Ég get líka fyrirgefið henni þótt hún átti sig ekki á því í sjónhendingu hversu stóran hluta af ríkissjóðsvandanum má kenna Framsfl. Ég verð hins vegar að fagna því að í ræðu hennar kemur fram að hún vill taka þátt af heilum hug í því að minnka þennan vanda og ég vona að það sama eigi við um alla þingmenn flokks hennar. Ég veit og get fullyrt að þingmenn míns flokks, Sjálfstfl., eru allir einhuga í þessu. Ég vona bara að okkur takist vel til og við náum þeim markmiðum sem að er stefnt. Það er auðvitað grundvöllur þess að við getum haldið áfram að reka það velferðarkerfi sem við höfum hingað til rekið.