Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 12. febrúar 1996, kl. 16:25:23 (2896)

1996-02-12 16:25:23# 120. lþ. 88.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., JBH (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur


[16:25]

Jón Baldvin Hannibalsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tók eftir því að hv. þm. Sighvatur Björgvinsson sló því föstu að yfirlýsing hæstv. viðskrh. um málsmeðferð og þá staðreynd að honum hafi ekki verið tilkynnt um það fyrir fram af samstarfsflokknum að hér stæði til að flytja þetta yfirboðsfrv. væri gefin af mjög vandlega athuguðu máli. En hæstv. viðskrh. vill vera kurteis maður og ég tók sérstaklega eftir því hvernig hann hagaði orðum sínum, nefnilega að með athugasemdum sínum væri hv. þm. Sighvatur Björgvinsson að gera úlfalda úr mýflugu. Samkvæmt orðanna hljóðan er það þá viðhorf hæstv. viðskrh. að þeir fjórir hv. yfirboðsmenn í þingflokki Sjálfstfl., sem hér hafa lagt fram yfirboðsmál séu mýflugan. Spurningin er hvort það sé eitthvert bit í mýbitinu.