Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 12. febrúar 1996, kl. 18:38:14 (2911)

1996-02-12 18:38:14# 120. lþ. 88.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur


[18:38]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég efast ekki um hug hv. þm. en hvað telur hann tryggja að jafnvel þó að einstök sjávarútvegsfyrirtæki standi betur þýði það betri laun fyrir starfsfólkið? Þessi söngur heyrist oft en við höfum mjög afturhaldssama vinnulöggjöf og afturhaldssama launastefnu sem virðist vera til þess að hækka ekki laun óháð afkomu einstakra fyrirtækja.