Umræða um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri

Þriðjudaginn 13. febrúar 1996, kl. 13:42:30 (2928)

1996-02-13 13:42:30# 120. lþ. 89.91 fundur 189#B umræða um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri# (aths. um störf þingsins), SJS
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur


[13:42]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég vonast til að forseti gefi hér einhverjar vísbendingar um það hvað hann hyggst fyrir. Er ætlun forseta að verða við þessum óskum að annaðhvort komi þessir hæstv. ráðherrar hér og verði viðstaddir umræðuna strax frá byrjun eða að umræðunni verði frestað sem ég tel alveg sjálfsagða ósk við þær aðstæður sem hér hafa verið raktar. Ég held að það hafi verið alveg nægjanlega vel rökstutt að þessar afbrigðilegu og óvenjulegu aðstæður og uppákomur í sambandi við meðferð þessara mála eru þess eðlis að það er sjálfsögð og réttmæt krafa stjórnarandstöðunnar að umræðan fari ekki fram fyrr en að viðstöddum oddvitum stjórnarliðsins. Þess vegna óska ég eftir því að forseti veiti okkur helst nú eða sem fyrst upplýsingar um það hvort hann verður við þessum óskum.