Vegáætlun 1995--1998

Þriðjudaginn 13. febrúar 1996, kl. 14:41:13 (2947)

1996-02-13 14:41:13# 120. lþ. 89.1 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur


[14:41]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum vissulega ekki að ræða hér vegamál en þó þannig að einmitt á þessum vettvangi, og það kalla ég slys, þegar hv. kjósendur í Reykjaneskjördæmi og raunar víðar um landið trúðu loforðum frambjóðenda Framsfl. eins og í vegamálum, eins og í margföldun Keflavíkurvegar, eins og í kjördæmamálum, eins og í sjávarútvegsmálum gagnvart smábátakörlunum, eins og í heilbrigðismálum. Ég gæti farið yfir sviðið og það kalla ég slys þegar pólitíkusar komast upp með það að ljúga sig inn á þing. Fyrirgefðu orðbragðið, virðulegi forseti.

(Forseti (StB): Forseti vill biðja hv. þingmenn að gæta orða sinna.)