Vegáætlun 1995--1998

Þriðjudaginn 13. febrúar 1996, kl. 14:59:22 (2950)

1996-02-13 14:59:22# 120. lþ. 89.1 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur


[14:59]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra áttaði sig ekki á þeim tölum sem ég fór með hérna. Á bls. 4 í þáltill. þar sem fjallað er um skiptingu útgjalda og bornar saman gildandi vegáætlun og tillaga í janúar 1996, stendur að höfuðborgarsvæðið fái 431 millj. kr., lækkun úr 484 millj. kr. Af þessari tölu, 431 millj., verður 193 millj. kr. varið til greiðslu skuldar við Reykjavíkurborg þannig að eftir standa þessar 238 millj. kr. Auk þess er vitaskuld framkvæmdaátakið en áætlað hafði verið að til þess yrði varið 1 milljarði og 32 millj. en það fer niður í 650 millj. kr.