Vegáætlun 1995--1998

Þriðjudaginn 13. febrúar 1996, kl. 15:04:34 (2954)

1996-02-13 15:04:34# 120. lþ. 89.1 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur


[15:04]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. formanni samgn. fyrir upplýsingarnar. Það sem ég var að benda á í mínu máli var aðeins hversu lítið er orðið eftir til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu í þessum lið þegar búið er að draga þessa skuldagreiðslu frá. Sú skuldagreiðsla kom vitanlega til þegar menn fóru að skoða málin og áttuðu sig á því hversu hlutur Reykjavíkur hafði setið eftir í vegaframkvæmdum í gegnum árin. Það var aðeins þetta sem ég var að benda á og ég held að við getum öll verið sammála um að hvort sem um er að ræða Reykjavík eða önnur kjördæmi landsins þá er staðan mjög erfið.