Vegáætlun 1995--1998

Þriðjudaginn 13. febrúar 1996, kl. 16:24:14 (2977)

1996-02-13 16:24:14# 120. lþ. 89.1 fundur 295. mál: #A vegáætlun 1995--1998# (endurskoðun fyrir 1996) þál. 12/1996, GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur


[16:24]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka fyrir athugasemdir hæstv. ráðherra. Það sem ég var að gera með minni áskorun var að skora á hæstv. ráðherra að beita sér fyrir notkun steinsteypu þar sem það á við, nota íslenskt efni þar sem það á við, þar sem það er bæði meira atvinnuskapandi og þar sem steinsteypan reynist vera við skoðun ódýrari. Þess vegna legg ég mikla áherslu á að þessi þáltill. sem ég hef gert að umræðuefni verði afgreidd frá þinginu og það hið fyrsta.