Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Miðvikudaginn 14. febrúar 1996, kl. 13:42:47 (2999)

1996-02-14 13:42:47# 120. lþ. 90.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur


[13:42]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Forseti vill vekja athygli hv. þm. á því að umræða þessi ætti, að því er virðist, frekar eiga heima sem umræða um störf þingsins í upphafi þingfundar en þá hefði að sjálfsögðu þurft að óska eftir því um leið og fundurinn hófst, vegna þess að slíkar umræður eiga og verða að fara fram við upphaf þingfunda. Þessari athugasemd vildi forseti koma á framfæri vegna þess að að forminu til er það kannski ekki eðlilegt að hefja umræðu undir heitinu um fundarstjórn um þau efnisatriði sem hér er verið að ræða.