Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Miðvikudaginn 14. febrúar 1996, kl. 13:49:28 (3003)

1996-02-14 13:49:28# 120. lþ. 90.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., forsrh. (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur


[13:49]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Málið er þetta eins og ég sagði að stjórnarflokkarnir styðja þau tvö frumvörp sem þarna fylgjast að og tryggja því framgang í þinginu. Hvað þingmenn flokkanna kunna að gera í málum í framhaldinu skal ég ekkert um segja, það hefur ekkert verið rætt. En það er ljóst að meginatriðið hjá þessum þingmönnum er það að þeir vilja sýna að þeir vilja ganga lengra en meginþorri þingflokks Sjálfstfl. vill gera, en styðja að öðru leyti stjfrv. Það er megintriðið. Má út af fyrir sig finna mörg dæmi þess að þingmenn hafi með einum eða öðrum hætti lýst því yfir eða komið því á framfæri að þeir hafi sætt sig við þá niðurstöðu sem orðið hefur innan flokka eða milli flokka. Þeir hefðu kannski kosið, og það eru fjölmörg dæmi þess, að mál hefðu gengið fram með öðrum hætti en þar gerist. Ég tel ekki efni til að gera mikið mál úr því.