Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Miðvikudaginn 14. febrúar 1996, kl. 14:29:41 (3012)

1996-02-14 14:29:41# 120. lþ. 90.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., Flm. ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur


[14:29]

Flm. (Ágúst Einarsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. staðfesti raunverulega það sem ég hef sagt. 49% eignaraðild tryggir forræði viðkomandi aðila. Auðvitað getur þetta hlutfall verið minna, gæti farið ofan í 16% eins og hann nefnir dæmi um, en hv. þm. nefndi engin dæmi, og það er mjög erfitt að finna þau, um að 49% eignaraðilinn sé ekki ráðandi aðili. Um það snýst þetta mál. Ég skil vel, herra forseti, að hv. þm. Pétur Blöndal, sé bundinn af stjfrv. og ég virði að svo sé. Hins vegar er frv. fjórmenninganna, sem ekki er bundið neinni venju varðandi ríkisstjórnarsamstarf, allt annað mál og menn eiga bara að viðurkenna það. Ég veit að hv. þm. mun berjast fyrir framgangi sinnar skoðunar og síns frv. í nefnd og milli umræðna. En þetta er ekkert samrýmanlegt, ákvæði um fjárfestingar erlendra aðila í frv. ríkisstjórnarinnar og í frv. fjórmenninganna.