Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Miðvikudaginn 14. febrúar 1996, kl. 15:54:11 (3033)

1996-02-14 15:54:11# 120. lþ. 90.2 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., Flm. KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur


[15:54]

Flm. (Kristján Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst málflutningur hv. þm. einmitt vera leikfimi. Hann er mjög góður í þeirri leikfimi að teygja á málflutningi á þann hátt sem kemur málinu síst við. Í þessu tilfelli sýnist mér að hv. þm. vilji helst ekki ræða um það sem er til umræðu, þ.e. frumvörpin sjálf og hvernig menn vilji breyta aðstæðum í íslenskum sjávarútvegi þannig að hann megi eflast mun betur en hann hefur gert hingað til. Ég vil fyrst og fremst vekja athygli á því hvernig hv. þm. vill drepa umræðunni á dreif, hann vill helst ekki ræða það mál sem er til umræðu. (SJS: Hvernig mundi þingmaðurinn greiða atkvæði?) Þingmaðurinn greiðir atkvæði þegar þar að kemur og það er hans mál, ekki neins annars.