Fjárreiður ríkisins

Fimmtudaginn 15. febrúar 1996, kl. 12:11:30 (3053)

1996-02-15 12:11:30# 120. lþ. 91.1 fundur 297. mál: #A fjárreiður ríkisins# frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur


[12:11]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hafði ekki hugsað mér að spyrja þingmanninn um það sem stendur í frv. heldur hitt að fá fram hjá honum hvort hann sé sammála því að veiðileyfagjald verði fært sem rekstrartekjur ef það yrði lagt á. Lítur hv. þm. svo á að þær tillögur og þær hugmyndir sem hv. þm. og fleiri hafa sett fram um veiðileyfagjald eða sölu veiðileyfa, eigi þá að færast sem skattur í væntanlegum nýjum lögum um fjárreiður ríkisins? Er það byggt þannig upp? Eða er gert ráð fyrir því og er hv. þm. sammála því að það skuli leggja á veiðileyfagjald sem nemur þeim kostnaði sem kann að verða og verði þess vegna fært á grundvelli þess frv. sem hér er til umfjöllunar? Mér finnst það afar gagnlegt innlegg í umræðuna og nauðsynlegt til að fá sem flest sjónarmið inn í þær umræður sem fram undan eru um frv. að fá þetta fram. Þau eru mörg álitaefnin sem munu verða til umfjöllunar og ég held að umræður um veiðileyfagjald geti tengst því frv. sem hér er til umræðu og þess vegna spyr ég hv. þm. um afstöðu hans.