Fjárreiður ríkisins

Fimmtudaginn 15. febrúar 1996, kl. 12:13:22 (3054)

1996-02-15 12:13:22# 120. lþ. 91.1 fundur 297. mál: #A fjárreiður ríkisins# frv., ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur


[12:13]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Sem svar við spurningu hv. þm. er ég sammála þeirri uppsetningu sem kemur fram í frv. Mín skoðun er sú að það eigi að færa veiðileyfagjald sem rekstrartekjur nákvæmlega eins og ég benti á. Þær tillögur sem menn hafa nefnt varðandi upphæðir hafa legið á bilinu 500--700 millj. sem er hluti af þessum útlagða kostnaði ríkisins. Ég tel að veiðileyfagjald eigi að færa samkvæmt þessu frv. eins og hér er sett upp. Ég er sammála þeim skilgreiningum sem hér eru og að það verði þá fært sem rekstrartekjur ekki sem skattur Enda er það alveg skýrt, ef maður les skilgreiningarnar, að veiðileyfagjald er ekki skattur í þessu formi skilgreiningarinnar eins og við leggjum upp með og sem ég er sammála og byggir reyndar einnig á alþjóðlegum stöðlum.