Beiðni um skýrslu

Mánudaginn 19. febrúar 1996, kl. 15:05:44 (3112)

1996-02-19 15:05:44# 120. lþ. 92.92 fundur 191#B beiðni um skýrslu# (aths. um störf þingsins), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur

[15:05]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson):

Virðulegi forseti. Ég vil satt að segja taka undir það sem kemur fram hjá hv. þm. að auðvitað hljóta menn, ráðuneyti og þeir sem svara eiga fyrirspurnum og gefa skýrslur, að gera það eins og þingsköp segja til um. Þegar um tafir er að ræða kunna að vera á þessu eðlilegar skýringar. Það er fjöldi verkefna sem menn vinna að en mér er kunnugt um það hvað varðar þetta mál að það er von til þess að okkur takist að skila inn til þingsins skýrslu í lok þessa mánaðar. Því miður getur það ekki orðið fyrr. Ég harma það eins og reyndar kom fram hjá hv. þm. að það skuli ekki hafa reynst gerlegt að gera það fyrr.