Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 19. febrúar 1996, kl. 16:13:13 (3128)

1996-02-19 16:13:13# 120. lþ. 92.3 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur

[16:13]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill taka fram vegna athugasemda hv. þm. um fjarveru hv. formanns efh.- og viðskn. að forseti vonar að það sé skilningur á því að þingstörfin geta ekki tekið mið af fjarveru einstakra þingmanna. Forseti lýsir sig reiðubúinn til að hliðra til þegar það hefur ekki bein áhrif á störf þingsins. En í þessu tilfelli getur varla verið um slíka sérstöðu að ræða.