Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 19. febrúar 1996, kl. 18:04:14 (3153)

1996-02-19 18:04:14# 120. lþ. 92.3 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur

[18:04]

Árni Johnsen (andsvar):

Virðulegi forseti. Gjaldtaka með auðlindaskatti eða veiðileyfagjaldi tryggir ekki forræði yfir auðlindinni. Hún tryggir ekki forræði yfir auðlindinni eða forræðið yfir arðinum. Við höfum tryggingu með forræði yfir auðlindinni með lagabókstafnum og með sköttum og skyldum af þeim rekstri sem um er að ræða. Það er trygging okkar. Hitt er froðusnakk til að hnýta upp í umræðu í málinu og kemur því ekkert við. Við höfum trygginguna í hendi okkar með lögum landsins, með sköttum og skyldum. Nú er kominn tími til að hv. þm. Jón Baldvin Hannibalsson láti af þvergirðingshætti sínum í þessum efnum og ræði auðlindaskattinn og veiðileyfagjaldið í einhverju öðru samhengi, ekki í þessu samhengi.

(Forseti (ÓE): Nú tekur forseti við í miðjum klíðum, honum skildist að hv. þm. hefði þegar talað tvisvar. (Gripið fram í: Það er rétt.) Þá er andsvörum lokið.)