Fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri

Mánudaginn 19. febrúar 1996, kl. 19:10:44 (3167)

1996-02-19 19:10:44# 120. lþ. 92.3 fundur 254. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (EES-reglur, fiskveiðar og fiskvinnsla) frv. 46/1996, 242. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., 307. mál: #A fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri# (sjávarútvegsfyrirtæki) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur

[19:10]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Í mínum huga skiptir þessi umræða og þessi prósentureikningur ekki máli. Eins og fram hefur komið hjá nokkrum hv. þingmönnum fjallar þetta frv. um takmarkaða eignaraðild og það er verið að setja upp ákveðnar girðingar. Þetta eru bara lög. Ef í ljós kemur að einhver þessara girðinga er ekki nógu há og ef það er vilji manna að takmarka eignaraðild, er ósköp einfalt að endurskoða lögin og hækka girðingarnar. Hugmyndin með frv. er að reisa girðingar (KPál: Það er það sem við erum að tala um.) Það er grundvallarmunur á því að flytja frv. sem er ætlað að takmarka óbeina aðild. (KPál: Hún er óbein.) Hún er ekki ótakmörkuð, lestu frv. aftur, hv. þm. Hún er takmörkuð. Það er grundvallarmunur á því og frv. um beina aðild upp á 49%.