Félagsleg verkefni

Þriðjudaginn 20. febrúar 1996, kl. 14:48:00 (3190)

1996-02-20 14:48:00# 120. lþ. 93.9 fundur 300. mál: #A félagsleg verkefni# þál. 21/1996, KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur

[14:48]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get ekki stillt mig um að rifja það upp að ýmis og flest af sparnaðaráformum fyrrv. ríkisstjórnar komu beinustu leið, án þess að það væri haft nokkurt samráð við sveitarfélögin, og við upplifum það hér að sveitarfélögin í landinu voru alveg gáttuð yfir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og fannst á sig ráðist hvað eftir annað. Ég held að ég muni það rétt að það sama hafi gilt um þessi leikskólamál og að þáv. meiri hluti í Reykjavíkurborg hafi ekki talið sig reiðubúinn að taka við þessu af þeim eðlilegu ástæðum að það hafði ekkert verið við þá talað fyrir fram.

En þetta er liðin tíð. Ég tek undir það með þingmanninum. Við getum svo sem lesið í Alþingistíðindum hvernig þetta gekk fyrir sig. Það er auðvitað ágætt ef náðst hefur sparnaður. Við horfum fram á ákveðna þróun í þessum málum, ekki síst hér í borginni þar sem, eins og ég nefndi áðan, var ríkjandi neyðarástand og þessi gríðarlega tregða Sjálfstfl. við að koma hér upp eðilegum, félagslegum úrræðum fyrir fólk í borginni. En nú lifum við betri tíð með blóm í haga.