Fjarnám

Miðvikudaginn 21. febrúar 1996, kl. 13:50:41 (3213)

1996-02-21 13:50:41# 120. lþ. 94.2 fundur 291. mál: #A fjarnám# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur

[13:50]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda og menntmrh. fyrir áhugann á þessu máli sem ég tel mjög brýnt og mikilvægt og reyndar furðulegt þar sem það eru ein fimm eða sex ár síðan eða meira að Háskóli Íslands hafði áhuga á þessu máli og byrjaði m.a. í kennaramenntun. Hins vegar verður að segjast að það hafa ekki fengist nægir fjármunir í þetta starf. Núna eru tæknilegar forsendur mun betri en áður og ég tel ákaflega brýnt, ekki síst fyrir konur úti um allt land sem gætu nýtt sér háskólamenntun ef hún væri í boði með þessu sniði, að gera eitthvað mikið og stórt í þessum málum núna. Ég vona að háskólinn fái til þess fjármagn því að hann getur ekki sinnt þessu með því fjármagni sem hann hefur nú.