Skattlagning happdrættisreksturs

Miðvikudaginn 21. febrúar 1996, kl. 14:06:56 (3219)

1996-02-21 14:06:56# 120. lþ. 94.3 fundur 299. mál: #A skattlagning happdrættisreksturs# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., Fyrirspyrjandi MF
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur

[14:06]

Fyrirspyrjandi (Margrét Frímannsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. svörin. Þau voru nokkurn veginn í þá veru sem ég átti von á og hefði þó viljað heyra það að í það minnsta um starfsemi víkingalottós ættu að gilda sömu reglur og er á hinum Norðurlöndunum en þar er það í flestum tilvikum ríkið sem fer með þennan rekstur.

Ég vil jafnframt beina þeirri spurningu til fjmrh. hvort farið er fram á skilagrein um rekstur happdrættis og nýtingu fjármuna, hvort eftirlit sé með því að fjármunir renni að öllu leyti til starfsemi sem er í samræmi við þau ákvæði sem eru í 4. gr. þeirra laga sem hann nefndi. Er krafist skilagreinar eða skattskýrslna til þess að hægt sé að fylgja eftir eftirliti á þessum rekstri, þar sem um verulega fjármuni er að ræða eins og ég nefndi áðan?