Fíkniefnasmygl

Miðvikudaginn 21. febrúar 1996, kl. 14:19:39 (3223)

1996-02-21 14:19:39# 120. lþ. 94.4 fundur 316. mál: #A fíkniefnasmygl# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur

[14:19]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Aðeins vegna þessara síðustu orða hæstv. fjmrh. þá finnst mér að það sé verið að gefa í skyn að þarna hafi þeir tollverðir sem um ræðir, verið að benda á leiðir til þess að flytja fíkniefni inn í landið. Allir þeir sem hafa fylgst með þróun þessara mála undanfarin ár og þekkja vel til vita að þetta er umræða sem hefur verið í gangi, ekki kannski á síðum dagblaðanna, en alls staðar annars staðar. Það hefur verið vitað að við búum þannig að tollgæslunni að auðvelt er að flytja inn fíkniefni, því miður. Það sem þeir tollverðir sem hérna ræðir voru að gera var að mínu mati að benda okkur á hvar mest brennur á að gera þær úrbætur sem þarf til þess að sporna við þessum vanda.