Viðskiptabann á Írak

Mánudaginn 26. febrúar 1996, kl. 15:13:21 (3237)

1996-02-26 15:13:21# 120. lþ. 95.1 fundur 199#B viðskiptabann á Írak# (óundirbúin fsp.), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur

[15:13]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég vil í þessu sambandi minna á, af því að hér er rætt um viðskiptabannið, að það hefur þó orðið til þess að ríkisstjórnin í Írak hefur gengið að samningaborðinu um það að ákveðnum fjármunum verði varið til að hjálpa bágstöddum í Írak. Ég er ekkert viss um að það hefði orðið ef viðskiptabanninu hefi aldrei verið beitt. Ég held að það sé alveg ljóst að það er ekki efst á óskalista þeirrar harðstjórnar sem þar ríkir að veita þessu fólki aðstoð. Lífið hefur ekki verið mikils virt í því landi. Það er líka rétt að minna á að viðskiptabann gagnvart Serbum á sínum tíma hafði þrátt fyrir allt úrslitaáhrif varðandi þá lausn sem fékkst í deilunni í fyrrum Júgóslavíu. Ég vil því á engan hátt útiloka að hið alþjóðlega samfélag beiti slíkum úrræðum þegar um svo alvarleg mál er að ræða.