Símenntun og fullorðinsfræðsla

Mánudaginn 26. febrúar 1996, kl. 15:30:17 (3246)

1996-02-26 15:30:17# 120. lþ. 95.1 fundur 201#B símenntun og fullorðinsfræðsla# (óundirbúin fsp.), GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur

[15:30]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir svörin. Það er mjög erfitt að vinna áfram með framhaldsskólafrv. í menntmn. nema þetta sé alveg skýrt. Þetta er eitt af þeim mörgu atriðum sem eru ekki skýr að mínu mati. Ég fagna því vissulega að framhaldsskólanum er ætlað aukið hlutverk á sviði fullorðinsfræðslu. Mér fannst hins vegar ekki nógu skýrt af svörum hæstv. ráðherra á hvaða grunni aðrar stofnanir eiga að starfa ef lögin um fullorðinsfræðslu eru felld úr gildi. Eiga þær þá að starfa á grundvelli eldri laga eða eiga engin lög að gilda um þá starfsemi?

Þá vil ég gjarnan spyrja ráðherra nánar um kostnaðinn. Er það ætlunin að ríkið dragi sig alfarið út úr kostnaði við símenntun og endurmenntun?