Póstur og sími

Mánudaginn 26. febrúar 1996, kl. 15:33:32 (3249)

1996-02-26 15:33:32# 120. lþ. 95.1 fundur 202#B póstur og sími# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur

[15:33]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Það er nú svo að Tíminn hefur ekki enn löggjafarvald þannig að ég held að ekki sé einhlítt að trúa því sem þar stendur um að hvað séu lög frá Alþingi. Hitt er alveg ljóst eins og frv. liggur fyrir á Alþingi að gert er ráð fyrir að breyta Pósti og síma í hlutafélag. Það verði eitt hlutafélag sem verði í eigu ríkisins og óheimilt að selja það nema með samþykki Alþingis þannig að hér er um formbreytingu að ræða. Það er verið að breyta opinberri stofnun í hlutafélag sem verði í eigu ríkisins að öllu leyti.