Póstur og sími

Mánudaginn 26. febrúar 1996, kl. 15:34:22 (3250)

1996-02-26 15:34:22# 120. lþ. 95.1 fundur 202#B póstur og sími# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur

[15:34]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Það þarf ekki hæstv. samgrh. til að segja mér að Tíminn hafi ekki löggjafarvald en það er greinilega skilningur framsóknarmanna sem kynna málið þannig í málgagni sínu að hér sé um einkavæðingu að ræða. Ég tel líka mikilvægt að það komi fram hjá hæstv. samgrh. hvort það er í farvatninu í framhaldi af samþykkt frv., verði það samþykkt, að farið verði út í einkavæðingu. Enda þótt það standi í frv. að sala sé óheimil nema með samþykki Alþingis hefur ríkisstjórnin það stóran meiri hluta á þingi að henni ætti ekki að vera skotaskuld úr því að fá samþykki Alþingis á því ef það er ætlunin. Ég vil gjarnan fá skýr svör um það hvort ætlunin er að einkavæða Póst og síma á næstu árum.