Úreldingarreglur fyrir fiskiskip

Mánudaginn 26. febrúar 1996, kl. 15:38:55 (3254)

1996-02-26 15:38:55# 120. lþ. 95.1 fundur 203#B úreldingarreglur fyrir fiskiskip# (óundirbúin fsp.), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur

[15:38]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Landssamband ísl. útvegsmanna samþykkti ályktun um að breyta svokölluðum endurnýjunarreglum sem hafa verið í gildi og fela í sér að við endurnýjun fiskiskipa verða menn að taka úr notkun jafnmargar rúmlestir og ætlunin er að kaupa inn. Ráðuneytið tók þetta til skoðunar. Málið var þar til athugunar. Niðurstaða mín varð sú að ekki sé tímabært að gera breytingar á gildandi reglum.

Ég tel að í þessu efni verði að gilda almennar reglur og það sé ekki unnt að flokka fiskiskipaflotann upp í ólíka hópa og hafa mismunandi reglur eftir því hvaða nöfn við gefum einstökum fiskiskipum. Um þetta verða að gilda almennar reglur en niðurstaða mín er sú að að svo stöddu er ekki tímabært að gera breytingar á gildandi reglum.