Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 26. febrúar 1996, kl. 16:30:18 (3258)

1996-02-26 16:30:18# 120. lþ. 95.98 fundur 204#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur

[16:30]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Á fundi forseta með þingflokksformönnum og hæstv. menntmrh. sem var að ljúka varð samkomulag um að fresta umræðum um 3. dagskrármálið, Réttindi og skyldur kennara og skjólastjórnenda grunnskóla, og er málið þar með tekið út af dagskrá. Forseti gerir ráð fyrir að málið komi á dagskrá á fimmtudag í næstu viku.