Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Þriðjudaginn 27. febrúar 1996, kl. 14:03:01 (3268)

1996-02-27 14:03:01# 120. lþ. 96.1 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[14:03]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Ég bað guð að hjálpa mér áðan þegar hv. þm. kallaði mig sauð í sauðargæru og mér datt í hug skeggjúði.

Ég vil annars segja það að hv. þm. fór ekki rétt með áðan, ekki það sem ég sagði og heldur ekki rétt með það hvernig málavextir eru í sambandi við dóminn í SR-málinu. Hér er gert ráð fyrir því að biðlaunarétturinn haldist og hér er um almenna aðgerð að ræða. Það er sá hinn mikli munur. Þess vegna er hér ekki um sambærileg mál að ræða og sama hversu oft hið gagnstæða er endurtekið.