Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Þriðjudaginn 27. febrúar 1996, kl. 14:26:36 (3271)

1996-02-27 14:26:36# 120. lþ. 96.1 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, RA (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[14:26]

Ragnar Arnalds (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna því að hæstv. samgrh. gefur í skyn að hlutafélagsformið þurfi ekki endilega að vera það eina sem hér komi til greina. Ég fagna því að hann gefur það í skyn að ábending mín um að það eignafyrirkomulag sem varðar Landsbankann og Landsvirkjun geti eins komið til greina. Ég tel einmitt að hlutafélagsformið eigi ekki við þegar aðeins einn aðili ætlar sér að eiga fyrirtæki með einu hlutabréfi. Ég tel miklu eðlilegra að um sé að ræða sams konar rekstrarform og við höfum valið Landsbankanum. Ég fagna því að hæstv. ráðherra útilokar ekki að sú hlið málsins sé skoðuð.