Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Þriðjudaginn 27. febrúar 1996, kl. 17:22:06 (3312)

1996-02-27 17:22:06# 120. lþ. 96.1 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[17:22]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Fyrr í umræðunum í dag kom fram að hv. 9. þm. Reykn., Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Alþfl., er andvígur því að breyta Pósti og síma í hlutafélag. Ég gat ekki betur skilið á ræðu hv. 15. þm. Reykv., Össurar Skarphéðinssonar, en að hann væri meðmæltur því í grundvallaratriðum að breyta Pósti og síma í hlutafélag. Því hlýt ég að spyrja hv. 15. þm. Reykv.: Hvort er stefna Alþfl., sú sem hv. 9. þm. Reykn., varaformaður flokksins, boðaði hér í dag eða sú stefna sem hv. 15. þm. Reykv. boðaði í ræðu sinni hér á undan?