Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Þriðjudaginn 27. febrúar 1996, kl. 17:29:28 (3319)

1996-02-27 17:29:28# 120. lþ. 96.1 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[17:29]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ekki það að ég vilji koma hingað til að hæla þroska mínum en ég hefði getað svarað hv. þm. Tómasi Inga Olrich með því að ástæðan fyrir því að ég vildi fá þingmenn þarna inn væri einfaldlega sú að ég treysti ekki ráðherranum fyrir málaflokknum. En af löngum kynnum mínum við hann tek ég mér það ekki í munn þó það sé verulegur ágreiningur um tiltekna hluti þessa frv.