Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Þriðjudaginn 27. febrúar 1996, kl. 19:23:05 (3340)

1996-02-27 19:23:05# 120. lþ. 96.1 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[19:23]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Fyrr í dag í þessari umræðu kom fram að innan Alþfl. er klofningur í afstöðu til þessa máls. Hv. 9. þm. Reykn., Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður flokksins, er andvígur því að breyta Pósti og síma í hlutafélag en hv. 15. þm. Reykv., Össur Skarphéðinsson, er í grundvallaratriðum samþykkur því að breyta Pósti og síma í hlutafélag. Í ljósi þess að umræður hafa farið fram að undanförnu um að hugsanlega séu Þjóðvaki og Alþfl. að sameinast, þætti mér áhugavert að vita og fá það skýrt frá hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur hvort hún er meðmælt því eða á móti því í grundvallaratriðum að breyta Pósti og síma í hlutafélag og hvort hennar afstaða sé jafnframt stefna Þjóðvaka og sameiginleg afstaða þingmanna flokksins.