Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Þriðjudaginn 27. febrúar 1996, kl. 19:48:29 (3352)

1996-02-27 19:48:29# 120. lþ. 96.1 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[19:48]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka enn að þessi fyrirspurn um elli- og örorkulífeyrisþega er algerlega tilefnislaus. Það hefur engin tillaga komið fram um það, hvorki innan Póst- og símamálastofnunar, frá heilbr.- og trmrh. eða í samgrn. að skerða hlut þessa fólks. Ég skil satt að segja ekki hvernig hv. þingmönnum dettur þetta í hug. Þetta hefur ekki komið upp og ég átta mig ekki á þeim hvötum sem liggja að baki því að reyna að gefa það í skyn að með þessu frv. eigi sérstaklega að níðast á þessu fólki.