Tilkynning um utandagskrárumræðu o.fl.

Miðvikudaginn 28. febrúar 1996, kl. 13:32:22 (3353)

1996-02-28 13:32:22# 120. lþ. 97.99 fundur 206#B tilkynning um utandagskrárumræðu o.fl.#, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur

[13:32]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Forseti vill geta þess að kl. 15:30 fer fram utandagskrárumræða. Málshefjandi er Ágúst Einarsson og landbrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 50. gr. þingskapa og verður hálftíma umræða. Efni umræðunnar er ákvörðun samkeppnisráðs um verðmyndun hjá Osta- og smjörsölunni og Mjólkursamsölunni og úrelding Mjólkursamlags Borgfirðinga.

Einnig er rétt að geta þess að atkvæðagreiðslur verða væntanlega að lokinni utandagskrárumræðunni, þ.e. rétt um það bil kl. 16:00.