Fjárfesting Íslendinga erlendis

Miðvikudaginn 28. febrúar 1996, kl. 14:31:54 (3378)

1996-02-28 14:31:54# 120. lþ. 97.5 fundur 319. mál: #A fjárfesting Íslendinga erlendis# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., TIO
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur

[14:31]

Tómas Ingi Olrich:

Herra forseti. Hér er mjög knappt form notað undir merkilegar umræður. Ég endurtek það sem ég sagði áðan að ég tel fulla ástæðu til að þakka fyrir þessar fyrirspurnir um fjárfestinguna. Ég tek eindregið undir að fjárfesting íslenskra aðila erlendis er mjög líkleg til að ýta undir hagstæða þróun atvinnulífsins á Íslandi. Það hefur orðið sú reyndin í sambandi við fjárfestingu þeirra tveggja eyfirsku fyrirtækja sem hafa haslað sér völl í sjávarútvegi erlendis.

Mig langar aðeins að benda á að þó það sé hárrétt sem fram kom í máli hæstv. viðskrh. að samdráttur virðist koma fram í kaupum á verðbréfum er það þó svo að í hlutdeildarskírteinum er stöðugur vöxtur enda er áhættan jöfnust þar. Segir það sína sögu um að þetta leitar jafnvægis.