Athugasemdir á fyrirspurnafundi

Miðvikudaginn 28. febrúar 1996, kl. 14:37:20 (3381)

1996-02-28 14:37:20# 120. lþ. 97.98 fundur 207#B athugasemdir á fyrirspurnafundi#, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur

[14:37]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Forseti vekur athygli á því að í þeim umræðum sem spunnist hafa út af þeim fimm fyrirspurnum sem hefur verið svarað hafa allmargir þingmenn notað rétt sinn til að koma á framfæri stuttum athugasemdum. Forseti telur æskilegt að þingmenn hefðu það í huga að slíkar ræður þyrftu helst að koma fram áður en fyrirspyrjandi og viðkomandi ráðherra hafa fullnýtt sér rétt sinn til umræðna vegna þess að það kann að vera eitthvað í athugasemdum þeirra sem þessir ræðumenn vildu hafa áliti uppi á. Því væri æskilegt að menn kveddu sér hljóðs og gerðu stuttar athugasemdir áður en fyrirspyrjandi og viðkomandi ráðherra taka að endingu til máls.