Umferðaröryggi og framkvæmdaáætlun

Miðvikudaginn 28. febrúar 1996, kl. 14:47:39 (3384)

1996-02-28 14:47:39# 120. lþ. 98.4 fundur 157. mál: #A umferðaröryggi og framkvæmdaáætlun# þál. 8/1996, ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur

[14:47]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Mig langar aðeins að spyrja út í nefndarstarf hjá allshn. varðandi þetta mál. Í umræðum í nóvember sl. kom fram í máli hv. þm. Sólveigar Pétursdóttur að það yrði kannað hvort unnt væri að setja öryggisbelti í öll sæti í hópferðabifreiðum. Mig langar að vita hvort einhverjar upplýsingar um þetta málefni hafi borist til allshn. og eins hvort eitthvað hefur verið hugað að því að lögleiða skyldu um öryggisbelti í skólabifreiðum. Í skýrslunni sem unnin var varðandi umferðaröryggisáætlun til ársins 2001 kemur fram á bls. 39, með leyfi forseta: ,,Rétt þykir að setja öryggisbelti í öll sæti skólabíla og æskilegt er að öryggisbelti verði enn algengari í hópbifreiðum.`` Það eru eingöngu þessi atriði sem ég er að velta fyrir mér hvort eitthvað hafi komið fram um í starfi nefndarinnar.