Flutningar á skipgengum vatnaleiðum vegna EES

Miðvikudaginn 28. febrúar 1996, kl. 15:03:21 (3391)

1996-02-28 15:03:21# 120. lþ. 98.5 fundur 283. mál: #A flutningar á skipgengum vatnaleiðum vegna EES# frv. 14/1996, Frsm. EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur

[15:03]

Frsm. samgn. (Einar K. Guðfinnsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér hefði fundist það mjög vel við hæfi af því að við erum að ræða þetta merkilega mál, Evrópska efnahagssvæðið út frá öðru sjónarhorni, að hv. þm. hefði líka farið með annað þekkt kvæði sem tengist óneitanlega einum frumkvöðli þess máls, ,,Það mælti mín móðir``. En að öðru leyti vil ég ekki fjalla mjög ítarlega um þetta. Það er komið að lokum þessarar efnismiklu umræðu um þetta merkilega mál. Ég vil hins vegar vekja athygli hv. þm. á því að gerðar hafa verið grundvallarbreytingar á frv. frá því að það var lagt fram í stjórnartíð fyrrv. hæstv. ríkisstjórnar sem hv. þm. átti að aðild að. En málið var þá gamalt baráttumál hans, hygg ég. Þá var gert ráð fyrir því að það væri líka um að ræða gagnkvæmnisákvæði varðandi flutninga með járnbrautum. En með harðfylgi sennilega hæstv. þáv. utanrrh. var fengin viðvarandi undanþága frá því að þurfa að hafa þann hortitt í frv.