Tilkynning um utandagskrárumræðu o.fl.

Þriðjudaginn 05. mars 1996, kl. 13:35:40 (3495)

1996-03-05 13:35:40# 120. lþ. 100.95 fundur 209#B tilkynning um utandagskrárumræðu o.fl.#, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur

[13:35]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Þess skal getið að fyrirhugaðri utandagskrárumræðu sem vera átti í upphafi þessa þingfundar þar sem hæstv. viðskrh. átti að vera til andsvara hefur verið frestað vegna veikinda hæstv. ráðherra. Hins vegar fer fram utandagskrárumræða kl. fjögur í dag þar sem hæstv. heilbr.- og trmrh. verður til andsvara. Efni umræðunnar er lækkun lífeyrisbóta 1. mars. Málshefjandi er Ásta R. Jóhannesdóttir. Þetta er hálftíma umræða.

Þess verður freistað að láta fara fram atkvæðagreiðslu um 1.--3. dagskrármálið kl. fjögur. En vegna fjarveru og fjarvistarleyfa mjög margra þingmanna er óvíst að það takist.