Flugmálaáætlun 1996--1999

Þriðjudaginn 05. mars 1996, kl. 13:51:25 (3498)

1996-03-05 13:51:25# 120. lþ. 100.4 fundur 365. mál: #A flugmálaáætlun 1996--1999# þál. 13/1996, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 100. fundur

[13:51]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég gat um áðan, höfum við borgarstjóri hugsað okkur að hittast von bráðar til að ræða þetta mál. Ég vil jafnframt minna á að það liggja fyrir yfirlýsingar borgarstjóra um að borgaryfirvöld hafi ekki annað í hyggju en að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram þar sem hann nú er enda liggur það alveg ljóst fyrir að innanlandsflugi verður ekki haldið uppi frá Keflavíkurflugvelli, a.m..k. ekki til staða eins og Akureyrar, Hafnar í Hornafirði og þar fram eftir götunum. Það kemur auðvitað ekki til greina. En þessi mál munu skýrast og hygg ég að borgarstjóra sé ljúft að mæta á fundi samgn. og skýra sín mál þar.